Writings
Elva left behind her numerous notebooks with thoughs, poems and small writings. Before she died she gave us permission to share some of her work.
Mig langar að synda í skýjunum,
yfir öllu,
undir öllu.
Gleyma mér, finna mig,
finna nostalgíuna læsa sig um mig
en ég er fjöður
frá útdauðum fugli.
Ég svíf,
ég er létt,
ég er þung.
Hvað heldur aftur af mér?
Keðjur fortíðarinnar eru farnar að ryðga. Eitthvað annað heldur mér
í heljargreipum.
Ég hlusta á Guð sem segir mér
að ég sé svöng
en himnaríki varar mig við græðgi.
Oftar en ekki hunsa ég hjartað
en núna hlusta ég.
Tárin slökkva hefndarlogann
eftir situr ónothæfa askan
uppfrá henni stígur enginn Fönix
Ég er hrísla
rætur mínar halda mér
en vindurinn að ofan blæs í gegnum mig og leikur sér við blómin mín.
Mín dýrmætu blóm.
þau sem tákna fegurð, söknuð og gleði
svo mikill tilgangur
en svo mikil viðkvæmni
þegar í mér fann ég
ekkert.
Ekkert fyrir en blómin dóu
og tilgangurinn fór
áttaði ég mig á afleiðingunum
bar á mig áburð
svo ég geti náð
fyrri dýrð.
Copyright © All rights reserved